La Bote ehf er fjölskyldufyrirtæki. Rekstrarstjóri er Anna Höskuldsdóttir snyrti- og fótaaðgerðafræðingur sem rekið hefur Snyrti- og fótaaðgerðastofu Önnu sl. 27 ár. La Bote ehf er með umboð frá BERIOSKA S.L. til að bjóða upp á babaria vörulínuna á Íslandi. La Bote ehf er nú staðsett í Reykjavík í Austurgerði 5 108. Síminn er 8956708. Opið er á mánudögum  frá 15.30- 17.30 á staðnum og eftir samkomulagi.  Eins er alltaf opið á babaria.is

 

BERIOSKA S.L. er eigandi að babaria vörumerkinu, en það er fjölskyldufyrirtæki stofnað árið 1974 og er staðsett nálægt Valencia á Spáni. Verksmiðjan þeirra er búin fullkominni rannsóknarstofu þar sem tryggð eru gæði vörunnar, enda er það stefna fyrirtækis þeirra að framleiða gæðavöru og stuðla að vinnu- umhverfis- og vöruöryggi. Framleiðslan var fyrstu árin eingöngu sturtusápur og hárvörur, en árið 2003 byrjaði fyrirtækið að framleiða andlitskrem og alhliða húðvörur. Þá var að koma vakning hjá almenningi að nota snyrtivörur unnar úr náttúrulegum hráefnum. Þeir hjá Berioska S.L. stukku á það tækifæri og hafa þróað kremin í eigin rannsóknarstofum síðan þá. Verðin á vörunum skiptir miklu máli hjá þeim, enda bjóða þeir eingöngu upp á góða og vandaða vöru á sanngjörnu verði í smekklegum og handhægum umbúðum.

 

Babaria er fjölbreytt vörulína sem hentar þörfum allra í fjölskyldunni. Þetta eru vörur fyrir alla daglega umhirðu húðarinnar, svo sem sólarvörn, andlitskrem, hárvörur og þriggja þrepa meðferð við unglingabólum. Eins og áður segir eru þær unnar úr náttúrulegum hráefnum, t.d. úr safa aloe vera plöntunnar og olíu eplarósakjarnans en báðar þessar jurtir eru vel þekktar fyrir lækningamátt sinn. Von er á fjórum nýjum andlitskremum frá þeim núna í haust (2012) sem eru unnar úr avokado, grape, hindberjum og granateplakjörnum. Babaria snyrtivörurnar fást í tæplega 100 löndum víðsvegar um heim.

 

Vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.

 

Fyrst um sinn munu vörurnar eingöngu fást í netversluninni babaria.is. Við byrjum með fáar vörur en smátt og smátt mun vöruúrvalið aukast því af nógu er að taka. Velja má um þrjár greiðsluleiðir í netversluninni, með VISA eða MASTERCARD kreditkortum í gegnum örugga greiðslugátt Valitors, með Netgiro og með millifærslu á reikning La Bote ehf hjá Íslandsbanka, í gegnum heimabanka, með símamillifærslu eða hjá þjónustufulltrúa  banka, en þá þarf að gefa upp kennitölu La Bote ehf og reikningsnúmer, en það kemur í tölvupósti til viðskiptamanna þegar búið er að staðfesta pöntun. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

 

Athugið að sendingarkostnaður 1000 kr leggst ofan á pöntun.

 

Ef greiðsla hefur ekki borist innan tveggja virkra daga er litið svo á að hætt hafi verið við pöntunina og hún bakfærð. Ef hins vegar þarf að semja um greiðslufrest, vinsamlegast hafið þá samband við okkur.

 

La Bote ehf  -  babaria.is  Austurgerði 5, 108 Reykjavík
Sími 8956708  netfang labote @ babaria.is  kennitala 411193-2259  Vsk nr 39936